close-icon

Línufiskur - ljósakassaverk

Línufisk ljósainnsetningin var hönnuð til að draga athygli að sérstöðu Vísis hf sem er línuveiðar. Verkið var hluti af heildarhönnun báss Vísis á sjávarútvegssýningunni í Brussel 2015. Unnið var útfrá fyrirliggjandi fiskumbúðum fyrirtækisins, þær endurgerðar úr upplýstu plexigleri og þræddar uppá tæplega hundrað „línur“ úr álrörum.